Þurfum sterk einkarekin fyrirtæki 28. júlí 2005 00:01 Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppni við ríkið - Jón Jarl Þorgrímsson framkvæmdastjóri Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að misnota stöðu sína og beita sér að fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sérstöðu eigandans. Bendi ég sérstaklega á RUV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lítið fyrirtæki í samkeppni við Póstinn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðarins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póstinum var úthlutað, og var sú þjónusta virðisaukaskattsskyld. Fljótlega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta viðrisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem viðkomandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við athygli skattayfirvalda á þessum umfangsmiklu "skattsvikum" Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst áhváðum við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrannsókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað athugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá samgöngumálaráðherra, gekkst nokkrum mánuðum síðar fyrir lagabreytingu á Alþingi þannig að öll póstdreifing varð undanþegin virðisaukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín "sínum" fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkisfyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sérstöðu vegna eiganda síns. Öll jafnræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skattborgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur!
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun