Sala Símans Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2005 00:01 "Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
"Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun