Enn hætta á frekari árásum 30. júlí 2005 00:01 Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun, en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Enn er talin hætta á frekari árásum og að hrina standi yfir. Talsmenn bresku lögreglunnar segja aðgerðir gærdagsins ekki marka endalok lögreglurannsóknarinnar heldur sé um að ræða viðtæka og umfangsmikla aðgerð sem muni ekki fara fram hjá almenningi á næstu dögum. Einnig sé mikilvægt að almenningur sé á verði. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem hryðjuverkamennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru eða eru fyrirhugaðar. Hryðjuverkasérfræðingar segja allt benda til þess að árásirnar sjöunda júlí og svo þær misheppnuðu hálfum mánuði síðar marki upphaf árásahrinu. Auk mannanna þriggja sem handteknir voru í Lundúnum í gær og eins sem lögreglan í Róm handsamaði greinir SKY-fréttastöðin frá því að einn maður til viðbótar hafi verið handtekinn í gærdag en það mun hafa verið bróðir eins tilræðismannsins. Óljóst er hvort að hann átti að vera fimmti tilræðismaðurinn en fimm sprengjur hafa fundist sem hefur verið túlkað sem svo að alls hafi átt að gera fimm árásir. Í kjölfar handtökunnar í Róm hefur lögregla á Ítalíu gert leit á í það minnsta fimmtán stöðum sem flestir tengjast innflytjendum frá Erítreu og Eþíópíu. Innflytjendur frá þeim löndum eru taldir hafa aðstoðað, Osman Hussain sem var handtekinn í Róm, við að fela spor sín. Það berast sífellt fleiri vísbendingar um að sá hryðjuverkahópur sem gerði árásirnar tuttugasta og fyrsta júlí í London eigi rætur sínar að rekja til Austur-Afríku. Tengsl eins hryðjuverkamannsins við Ítalíu beinir einnig athyglinni að hryðjuverkastarfsemi þar en í yfirlýsingum hryðjuverkahópa á Netinu, þar sem gengist er við árásunum í London, er öðrum ríkjum hótað, meðal annars Ítalíu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira