Skipta Burðarási á milli sín 1. ágúst 2005 00:01 Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira