Einokunarhagnaður í fjarskiptin? 15. ágúst 2005 00:01 Ljósleiðarar - Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans Í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst ritar Sigrún Elsa Gunnarsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, grein þar sem hún segir heppilegt (væntanlega fyrir neytendur) að OR leggi ljósleiðaranet þar sem fyrir er öflugt ljósleiðarnet Símans. Eitthvað hefur Sigrún misskilið gagnrýni Símans á ljósleiðaravæðingu OR og virðist hún telja að Síminn óttist samkeppni frá OR. Síminn óttast ekki samkeppni, eins og Sigrún Elsa ýjar að í grein sinni. Síminn starfar á samkeppnismarkaði, býr yfir fullkomnum fjarskiptakerfum ásamt þekkingu á þjónustu og hefur þar af leiðandi forskot í samkeppni við OR sem hefur að kjarnastarfsemi sölu á rafmagni, hita og vatni. Aðalatriðið í málflutningi Símans í þessu máli er spurningin um hvort eðlilegt sé að Orkuveita Reykjavíkur fari út fyrir hefðbundið verksvið sitt og inn á fjarskiptamarkaðinn með þessum hætti. Fyrirtækið hefur einokun á sölu rafmagns og vatns á athafnasvæði sínu. Símanum þykir í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtækið nýti hagnað sinn á því verndaða sviði til þess að greiða niður framkvæmdir á sviði fjarskipta sem eru óskylt svið og þar sem hörð samkeppni ríkir. En Elsu til fróðleiks mun samkeppni um hylli viðskiptavina ekki snúast um ljósleiðara eða aðrar tæknilegar útfærslur. Það sem skiptir viðskiptavinina máli er að þeir fái örugga, einfalda og hagkvæma þjónustu hvort heldur er gegnum ljósleiðara eða eftir öðrum leiðum. Síminn er þegar að veita mikla þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi sitt og eftir öðrum tæknilegum leiðum enda eru fjarskipti kjarnastarfsemi Símans. Síminn notar þá leið að nýta núverandi lagnakerfi eins vel og kostur er. Í um tvo áratugi hefur Síminn lagt ljósleiðara með öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana og sveitarfélaga. Þannig hefur ljósleiðara eða rörum fyrir ljósleiðara verið komið í nánast öll hús sem byggð hafa verið hérlendis síðustu árin, auk fjölda eldri húsa sem tengst hafa ljósleiðarakerfinu þegar aðrar framkvæmdir hafa kallað á að grafa hafi þurft fyrir lögnum að húsunum. Um 57% allra heimila á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi Símans. Síminn mun halda áfram að byggja ljósleiðarakerfi sitt upp með þessum hagkvæma hætti. Jarðvinnan er stærsti kostnaðarliðurinn við ljósleiðaravæðingu heimilanna, eða yfir 75%. Til þess að lækka kostnað fyrir neytendur hefur Síminn dregið verulega úr kostnaði við ljósleiðaravæðinguna með nýtingu skurða sem grafnir eru upp vegna annarra ástæðna. Ljóst er að sú aðferð sem Orkuveitan notar við lagningu eigin ljósleiðara verður aldrei jafn hagkvæm og sú samnýting sem Síminn hefur notað með góðum árangri síðasta áratug auk þess sem núverandi lagnir úreldast ekki í bráð. Síminn mun áfram leggja ljósleiðara með þeim hagkvæma og markvissa hætti sem notaður hefur verið og á meðan nýta núverandi fjarskiptakerfi. Slík ráðdeild sparar neytendum að auki verulegar upphæðir. OR mun aftur á móti grafa sérstaklega til þess að leggja ljósleiðarann og neytendur munu þurfa að borga þann viðbótarkostnað. Síminn hefur lagt áherslu á að nýta þær lagnir sem fyrir eru, enda anna þær vel háhraðasamböndum, Interneti, sjónvarpi og útvarpi, svo eitthvað sé nefnt, í mörg ár í viðbót. Tækniþróun undanfarinna ára hefur beinst að því að auka flutningsgetu símalína og jafnframt að þjappa gögnum. Þetta hefur orðið til þess að hægt er að senda sjónvarpsrásir með hefðbundnum símalínum eins og Síminn gerir nú með stafrænt sjónvarp til yfir fimmtíu þéttbýlisstaða á landinu. Fyrir lok þessa árs munu allt að 92% landsmanna hafa möguleika á að ná stafrænu gagnvirku sjónvarpi um kerfi Símans, með ljósleiðaraheimtaug eða símalínu. Tækniþróun undanfarinna ára hefur því dregið verulega úr núverandi þörf fyrir ljósleiðara og staðan er sú að engin þörf er á því að grafa upp heilu hverfin eða bæjarfélögin til þess eins að leggja ljósleiðara. Önnur tækni getur þjónað þörfum nútímans og mun gera það í talsvert langan tíma til viðbótar. Þann tíma er hægt að nota til að byggja upp fullkomið ljósleiðaranet á afar hagkvæman hátt og spara þannig milljarða króna sem annars eru sóttir í vasa neytenda með einum eða öðrum hætti. Eða eru Reykvíkingar og nærsveitamenn tilbúnir til þess að greiða hærra verð fyrir hita og rafmagn vegna ljósleiðaravæðingar OR? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ljósleiðarar - Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans Í Fréttablaðinu föstudaginn 5. ágúst ritar Sigrún Elsa Gunnarsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, grein þar sem hún segir heppilegt (væntanlega fyrir neytendur) að OR leggi ljósleiðaranet þar sem fyrir er öflugt ljósleiðarnet Símans. Eitthvað hefur Sigrún misskilið gagnrýni Símans á ljósleiðaravæðingu OR og virðist hún telja að Síminn óttist samkeppni frá OR. Síminn óttast ekki samkeppni, eins og Sigrún Elsa ýjar að í grein sinni. Síminn starfar á samkeppnismarkaði, býr yfir fullkomnum fjarskiptakerfum ásamt þekkingu á þjónustu og hefur þar af leiðandi forskot í samkeppni við OR sem hefur að kjarnastarfsemi sölu á rafmagni, hita og vatni. Aðalatriðið í málflutningi Símans í þessu máli er spurningin um hvort eðlilegt sé að Orkuveita Reykjavíkur fari út fyrir hefðbundið verksvið sitt og inn á fjarskiptamarkaðinn með þessum hætti. Fyrirtækið hefur einokun á sölu rafmagns og vatns á athafnasvæði sínu. Símanum þykir í hæsta máta óeðlilegt að fyrirtækið nýti hagnað sinn á því verndaða sviði til þess að greiða niður framkvæmdir á sviði fjarskipta sem eru óskylt svið og þar sem hörð samkeppni ríkir. En Elsu til fróðleiks mun samkeppni um hylli viðskiptavina ekki snúast um ljósleiðara eða aðrar tæknilegar útfærslur. Það sem skiptir viðskiptavinina máli er að þeir fái örugga, einfalda og hagkvæma þjónustu hvort heldur er gegnum ljósleiðara eða eftir öðrum leiðum. Síminn er þegar að veita mikla þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi sitt og eftir öðrum tæknilegum leiðum enda eru fjarskipti kjarnastarfsemi Símans. Síminn notar þá leið að nýta núverandi lagnakerfi eins vel og kostur er. Í um tvo áratugi hefur Síminn lagt ljósleiðara með öðrum lögnum sem lagðar hafa verið á vegum veitustofnana og sveitarfélaga. Þannig hefur ljósleiðara eða rörum fyrir ljósleiðara verið komið í nánast öll hús sem byggð hafa verið hérlendis síðustu árin, auk fjölda eldri húsa sem tengst hafa ljósleiðarakerfinu þegar aðrar framkvæmdir hafa kallað á að grafa hafi þurft fyrir lögnum að húsunum. Um 57% allra heimila á höfuðborgarsvæðinu hafa aðgang að þjónustu gegnum ljósleiðarakerfi Símans. Síminn mun halda áfram að byggja ljósleiðarakerfi sitt upp með þessum hagkvæma hætti. Jarðvinnan er stærsti kostnaðarliðurinn við ljósleiðaravæðingu heimilanna, eða yfir 75%. Til þess að lækka kostnað fyrir neytendur hefur Síminn dregið verulega úr kostnaði við ljósleiðaravæðinguna með nýtingu skurða sem grafnir eru upp vegna annarra ástæðna. Ljóst er að sú aðferð sem Orkuveitan notar við lagningu eigin ljósleiðara verður aldrei jafn hagkvæm og sú samnýting sem Síminn hefur notað með góðum árangri síðasta áratug auk þess sem núverandi lagnir úreldast ekki í bráð. Síminn mun áfram leggja ljósleiðara með þeim hagkvæma og markvissa hætti sem notaður hefur verið og á meðan nýta núverandi fjarskiptakerfi. Slík ráðdeild sparar neytendum að auki verulegar upphæðir. OR mun aftur á móti grafa sérstaklega til þess að leggja ljósleiðarann og neytendur munu þurfa að borga þann viðbótarkostnað. Síminn hefur lagt áherslu á að nýta þær lagnir sem fyrir eru, enda anna þær vel háhraðasamböndum, Interneti, sjónvarpi og útvarpi, svo eitthvað sé nefnt, í mörg ár í viðbót. Tækniþróun undanfarinna ára hefur beinst að því að auka flutningsgetu símalína og jafnframt að þjappa gögnum. Þetta hefur orðið til þess að hægt er að senda sjónvarpsrásir með hefðbundnum símalínum eins og Síminn gerir nú með stafrænt sjónvarp til yfir fimmtíu þéttbýlisstaða á landinu. Fyrir lok þessa árs munu allt að 92% landsmanna hafa möguleika á að ná stafrænu gagnvirku sjónvarpi um kerfi Símans, með ljósleiðaraheimtaug eða símalínu. Tækniþróun undanfarinna ára hefur því dregið verulega úr núverandi þörf fyrir ljósleiðara og staðan er sú að engin þörf er á því að grafa upp heilu hverfin eða bæjarfélögin til þess eins að leggja ljósleiðara. Önnur tækni getur þjónað þörfum nútímans og mun gera það í talsvert langan tíma til viðbótar. Þann tíma er hægt að nota til að byggja upp fullkomið ljósleiðaranet á afar hagkvæman hátt og spara þannig milljarða króna sem annars eru sóttir í vasa neytenda með einum eða öðrum hætti. Eða eru Reykvíkingar og nærsveitamenn tilbúnir til þess að greiða hærra verð fyrir hita og rafmagn vegna ljósleiðaravæðingar OR?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun