Ekkert barnaklám fannst í tölvum 17. ágúst 2005 00:01 Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Ekkert barnaklámsefni hefur fundist í tölvubúnaði Íslendings sem lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan júní, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Málið er nú komið til lögfræðideildar lögreglustjórans í Reykjavík. Þaðan verður því vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um hvort ákæra verður lögð fram eða því vísað frá. Það var í júní sem lögreglan í Reykjavík handtók 32 ára mann vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum barnaklámhring. Handtakan tengdist umfangsmiklum aðgerðum gegn klámhringnum sem stjórnað var af Europol undir heitinu "Icebreaker". Náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Við rannsóknina ytra komu upp vísbendingar um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði klámhringsins. Hann var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi. Þá var ekki talið að hann hefði dreift slíku efni til annarra hér á landi. Lögreglan lagði hald á átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum á heimili mannsins. Undanfarnar vikur hefur farið fram "lúsarleit", eins og það var orðað við blaðið, í tölvunum en ekkert klámfengið efni fundist. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði að málið hefði verið búið að vera um ár í vinnslu hjá Europol þegar beiðni þaðan hefði borist til lögreglunnar í Reykjavík varðandi hinn grunaða Íslending. Það gæti gert gæfumuninn varðandi það hvort gögn fyndust í tölvubúnaði eða ekki því miðlarnir sem geymdu þau hreinsuðu út hjá sér hýst efni með ákveðnu millibili. "Reglan er sú að það efni sem er inni á tölvu er á ábyrgð þess sem skráður er fyrir henni, nema að hann geti sýnt fram á að einhver annar hafi verið þar að verki," sagði Sigurbjörn Víðir. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Ekki þurfti sérstakan aðgang að netkláminu heldur var hægt að komast inn á miðilinn með leit.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira