Lækkum matarskattinn strax! 18. ágúst 2005 00:01 Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Matarskattur - Össur Skarphéðinsson alþingismaður Lækkun á matarskattinum er sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta. Hún nýtist öllum – tekjulágum sem efnuðum – en þó hlutfallslega mest þeim sem hafa lágar tekjur og mikla framfærslu. Lækkun matarskattsins er því afar góð aðferð til að auka kaupmátt hjá öldruðum og barnafjölskyldum. Svo vinnur lækkun matarskattsins líka gegn verðbólgunni. Vegna tengsla skulda og verðbólgu myndi því lækkun matarskattsins líka lækka skuldir landsmanna. Lækkun matarskattsins er því ein ákjósanlegasta og sanngjarnasta leiðin til að lækka skatta sem völ er á um þessar mundir. Það er merkilegt að í öllu góðærinu skuli stjórnarflokkarnir einungis velta upp hugmyndum um breytingar á skattakerfinu sem gagnast hinum efnameiri. Stjórnmálamenn á uppleið – einsog Einar K. Guðfinnsson – leggja meira að segja til breytingar á skattkerfinu sem beinlínis vinna gegn hag tekjulágra og millitekjufólks eins og hugmynd hans um afnám vaxtabóta felur í sér. Þetta viðhorf varð líka ofan á þegar ríkisstjórnin samþykkti tekjuskattalækkun sína á síðasta þingi. Þá fengu ofurlaunamennirnir í sinn vasa 25-30 sinnum meiri lækkun en ræstingakonan sem heldur skrifstofunni þeirra hreinni. Á Íslandi hefur fram á allra síðustu ár verið sammæli meðal þjóðarinnar um ákveðinn jöfnuð. Þetta hefur breyst. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin – vitandi eða óafvitandi – stöðugt verið að færa hlutfallslega meira af sameiginlegum skattbyrðum yfir á herðar millitekjufólks og þeirra sem hafa lágar tekjur. Það gerist með tvennum hætti. Annars vegar með því að skattfrelsismörkin hækka ekki í takt við laun þannig að fólk með lágar tekjur er sífellt að greiða skatt af hærri hluta tekna en áður. Hins vegar er stöðugt verið að fjármagna lækkun tekjuskattsprósentunnar með felusköttum sem birtast í hækkunum á hvers kyns gjöldum – sem allir greiða jafnt án tillits til tekna sinna. Af þessari braut verður að snúa. Við þurfum meiri jöfnuð í okkar samfélag þar sem stöðugt er að gliðna á milli hinna efnuðu og þeirra tekjulægri. Góð leið til að vinna gegn þessari þróun er að lækka matarskattinn. Útgjöld íslenskra heimila mætti lækka um fimm milljarða ef ríkisstjórnin samþykkti tillögu Samfylkingarinnar frá síðustu þingi um um að lækka matarskattinn svokallaða um helming – eða úr 14 í 7%. Slík lækkun gagnast þeim hlutfallslega mest sem hafa úr minnstu að spila. Ástæðan er einföld. Allir þurfa að kaupa sér brýnar nauðþurftir einsog kjöt, mjólk, grænmeti, fisk, brauð og mjölvöru. Við höfum lagt til að það svigrúm sem er til skattalækkana vegna góðæris verði notað í að lækka virðisaukaskattinn af þessum varningi – hinn svokallaða matarskatt. Eftir því sem menn hafa minni ráðstöfunartekjur og fleiri munna að metta hækkar það hlutfall af ráðstöfunartekjum fjölskyldnanna sem þarf að verja í lífsnauðsynlegan varning af þessu tagi. Lækkun matarskattsins myndi því hlutfallslega gagnast best þeim landsmönnum sem hafa lágar tekjur eða mikla framfærslu, eins og barnafjölskyldunum, öldruðum – og öryrkjum sem aldrei má nefna án þess að jakkafataliðið í verðbréfabransanum fái grænar bólur. Verðbólga er um þessar mundir komin á skrið. Lækkun matarskattsins dregur úr líkum á því að hún fari úr böndum. Ástæðan er sú, að lækkun matarskattsins úr 14% í 7% mun lækka neysluvísitöluna um allt að 0,8% skv. upplýsingum sem við í Samfylkingunni höfum aflað frá opinberum stofnunum. Um leið stuðlar hún að því að lækka skuldir heimilanna – því þær eru beintengdar við verðbólguna. Lækkun matarskattsins dregur úr verðbólgu og þar með stuðlar hún að auknum friði á vinnumarkaði. Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin íhugar að segja upp kjarasamningum vegna óhóflegrar verðbólgu. Lægra matarverð dregur úr líkum á því – um leið og slík lækkun bætir hlutfallslega mest kjör þeirra sem minnst hafa. Er ekki kominn tími til að hugsa nú einu sinni um ræstingakonuna umfram bankastjórann?
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun