Lundúnaslagur á Brúnni í dag 20. ágúst 2005 00:01 Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Reikna má með því að Drogba verði í fremstu víglínu í dag þrátt fyrir frábæra innkomu argentínska sóknarmannsins Hernan Crespo um síðustu helgi en hann skoraði sigurmarkið gegn Wigan í uppbótartíma. Crespo og Drogba léku heilan leik fyrir landslið sín á miðvikudaginn líkt og Eiður Smári Guðjohnsen en enginn af þeim náði þó að skora í þeim leikjum. Arjen Robben var hinsvegar á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Holland gegn Þýskalandi. Hvað varðar vörnina hjá Chelsea þá verða William Gallas og John Terry líklega áfram í hjarta hennar en Ricardo Carvalho var allt annað en sáttur við að þurfa að verma tréverkið í síðasta leik og lét Jose Mourinho heyra það í fjölmiðlum. Hann á lítinn möguleika á að snúa aftur í liðið eftir þau ummæli. Miðjumaðurinn Michael Essien verður í leikmannahópi Chelsea í fyrsta sinn eftir að hafa verið keyptur frá Lyon í vikunni. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, segir að þar hafi Chelsea gert góð kaup. „Essien verður frábær fyrir Chelsea, trúið mér. Hann er stórkostlegur leikmaður sem mörg lið langaði í en aðeins Chelsea gat fengið. Þeir hafa sterkt lið en þegar allt kemur til alls eru það ellefu sem keppa gegn ellefu og allt getur gerst í fótbolta," sagði Henry. Þetta verður 500. leikur Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en u.þ.b. níu ár eru síðan hann tók við félaginu. Hann vill því halda upp á þennan áfanga með sigri gegn Chelsea í dag en fleiri reikna þó með sigri þeirra bláklæddu.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð