Nú klukkan 14 hófst á Laugardalsvelli leikur Íslands og Hvíta Rússlands í undankeppni HM 2007 í knattspyrnu kvenna og hefur Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið Íslands en Ásthildur Helgadóttir er snúin til baka eftir erfið meiðsli og er hún fyrirliði liðsins í dag. Byrjunarlið Íslands (4-4-2) Markvörður: Þóra B. Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Erna B. Sigurðardóttir. Miðja: Ólína G Viðarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) og Margrét Lára Viðarsdóttir. Þetta er fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppninni og hefur KSÍ ákveðið að hafa aðgang ókeypis.