Áherslan verður lögð á varnarleik 27. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau." Íslenski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau."
Íslenski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira