Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn 30. ágúst 2005 00:01 "Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira
"Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Sjá meira