Smá pæling 31. ágúst 2005 00:01 Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun