Eiður sætti sig ekki við jafntefli 2. september 2005 00:01 Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning." Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Sjá meira
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning."
Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Sjá meira