Krónan hækkar vegna skuldabréfa 2. september 2005 00:01 Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Sjá meira
Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Alls hafa þrír erlendir aðilar, þar á meðal austurríska ríkisstjórnin, fjárfest í íslenskum skuldabréfum fyrir um samtals 18 milljarða króna. Formenn efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndfar Alþingis hittust í dag og ákváðu að kalla saman fund í kjölfarið til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar og vanda samfara því. Gróðinn af vaxtamuninum er mikill en til að geta keypt bréfin þarf að skipta fé í íslenskar krónur. Það eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum sem hækkar gengi krónunnar. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir þessa aðila nýta sér þann vaxtamun sem sé á milli Íslands og annarra ríkja. Aðspurður hverjir væru þarna á ferðinni sagði Pétur að það væri austurríska ríkið og bankar í Noregi og Hollandi. Í fréttabréfi KB banka segir að spákaupmennska erlendra verðbréfafyrirtækja hafi hækkað gengið þrátt fyrir að viðskiptahallinn hafi vaxið stórlega á sama tíma. Spákaupmennirnir hleypi lífi í markaðinn en á móti komi að það fjármagn sem þeir komi með geti horfið jafn snögglega úr landi og það kom. Pétur Blöndal og Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segja verðbólguna nær enga nema hvað varðar húsnæðiskostnað, eða 0,1 prósent. Húnsæðiskostnaður sé hins vegar oftast ekki inni í vísitölu neysluverðs annarra landa. Þetta haldi genginu mjög háu með erfiðleikum fyrirtækja í útflutningi og nýtt inngrip erlendra aðila sé ekki síst áhyggjuefni þegar það komi til viðbótar vaxtastrefnu Seðlabankans. Pétur segir að íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur, sjávarútvegs- og hugbúnaðarfyrirtæki og mörg önnur, eigi í erfiðleikum því þau fái lægra verð fyrir sínar vörur. Magnús segir ástæðu til þess að fá upplýsingar frá Seðlabankanum og öðrum á fjármálaheimunum um þróun þessara mála. Spurður hverjir verði kallaðir til segir Magnús að það verði fulltrúar Seðlabankans og Hagstofunnar og væntanlega fulltrúar frá greiningardeildum bankanna. Verið sé að vinna í málinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Fleiri fréttir Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent