Tap gegn Króötum 3. september 2005 00:01 Íslendingar töpuðu fyrir Krótötum, 1-3, á Laugardalsvellinum í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslendingar höfðu verðskuldaða 1-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk. Íslendingar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og spiluðu sinn besta leik í langan tíma. Að sama skapi voru Króatar afskaplega daprir og var í raun með ólíkindum að hugsa til þess að þeir sætu á toppi undanriðilsins. Leikaðferð þeirra Loga og Ásgeirs gekk fullkomnlega upp í fyrri hálfleik – íslenska liðið beið þar til Króatar komust í nánd við miðlínu og þá var látið til skarar skríða með mikill pressu. Íslenska liðið fékk mörg ágætis færi með því að vinna boltann með harðfylgi á miðjunni og sækja síðan hratt, þar sem einkum Brynjar Björn Gunnarsson var fremstur meðal jafningja. Það kom því ekki á óvart þegar Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu yfir með fallegu marki um miðjan hálfleikinn. Ekki löngu síðar átti Stefán Gíslason skot í stöng af löngu færi og greinilegt að íslensku leikmennirnir voru ekkert á því að leggjast í skotgrafirnar og verja þetta eina mark. Króatar gáfu reyndar aðeins í rétt í lok hálfleiksins og fengu þá tvö fín færi, en í heildina var leikur Íslands nánast gallalaus í fyrri hálfleik. Vörnin var nokkuð óörugg á köflum, en Hermann Hreiðarsson náði iðulega að bjarga því sem bjarga þurfti. Á miðjunni höfðu Stefán Gíslason og Brynjar Björn betur gegn ekki ómerkari mönnum en Igor Tudor og Niko Kovac og var sá síðarnefndi, sem fór sérlega illa með leikmenn Íslands í fyrri leik liðanna í fyrra, nánast klipptur út úr leiknum. En þetta átti eftir að breytast í síðari hálfleik. Greinilegt var að vel hafði verið lesið yfir hausamottunum á leikmönnum króatíska liðsins í hálfleik og þeir sóttu af krafti frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Þeir uppskáru árangur erfiðisins strax á 56. mínútu þegar Bosko Balakan, leikmaður Club Brugge í Belgíu, skoraði með skalla af stuttu færri eftir fyrirgjöf. Hann var síðan aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar og var markið keimlíkt því fyrra – sending frá hægri þar sem Balaban var réttur maður á réttum stað. Yfirburðirnir héldu áfram allan síðari hálfleikinn og til marks um þá má nefna að íslenska liðið átti ekki skot á mark allan hálfleikinn. Það var síðan Darijo Srna sem kórónaði stórleik sinn í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu, en Stefán Gíslason hafði þá brotið á Dado Prso innan teigs. Srna, vinstri vængmaður Króata, hreinlega lék sér að Arnari Þóri Viðarssyni sem hafði komið inn á sem varamaður í lok fyrri hálfleiks fyrir Indriða Sigurðsson, sen hann varð fyrir meiðslum. Ekki er annað hægt að hrósa gestunum fyrir karakterinn sem þeir sýndu með því að koma til baka eftir hörmulegan fyrri hálfleik en að sama skapi olli íslenska liðið miklum vonbrigðum. Það var nánast eins og nýtt lið hefði mætt á völlinn í síðari hálfleikinn – lið sem skorti alla baráttu og leikgleði. Leikmenn urðu pirraðir og létu mótlætið fara í taugarnar á sér. Að sama skapi hafði greinilega hugarfarsbreyting átt sér stað hjá gestunum og þeir byrjuðu að spila eins og þeir eiga að sér. Það sem vekur upp stærstu spurningarnar er hins vegar sú staðreynd að króatíska liðið breytti ekki um leikaðferð eða neinar áherslur að einhverju viti í sínum leik. Það var ekki eins og Eiður Smári hafi verið settur í aukna gæslu eða einhverjar stöðubreytingar hafi átt sér stað. Rennur það stoðum undir það að ástæðan fyrir stórlega hrakandi leik íslenska liðsins hafi einfaldlega verið sú að leikmennirnir sprengdu sig hreinlega í fyrri hálfleik. Arnar Þór Viðarsson átti skelfilega innkomu og komu fyrstu tvö mörk Króata eftir sóknir upp hægri vænginn þar sem hann hefði átt að gera betur í varnarleiknum. Eftir því sem á leið dró af Hermanni og Brynjar Birni, og kannski að ástæðan sé sú að þeir eru tiltölulega nýkomnir úr meiðslum og ekki komnir í almennilegt leikform. Gunnar Heiðar komst að því að það er ekki það sama að spila í sænsku úrvalsdeildini og að spila gegn króatískum varnarmönnum í hæsta gæðaflokki og mátti hans sín lítils í síðari hálfleik, rétt eins og allir aðrir leikmenn Íslands. Í heildina var um tvo ólíka hálfleiki að ræða sem voru í raun andstæður hvors annars. Í þeim fyrri var íslenska liðið mun betra og spilaði frábærlega – í þeim síðari var Króatía sem réð lögum og lofum. Þar sem skilur á milli er að Íslendingar skoruðu bara eitt mark á meðan þeirra yfirburðir stóðu yfir - en Króatar þrjú. Staða Íslands er sem fyrr mjög slæm í riðlinum, í næst neðsta sæti með aðeins 4 stig en þessi fjögur stig hafa öll komið gegn slöku liði Möltu. Króatar tróna á toppi riðilsins, stigi á undan Svíum. Ísland – Króatía 1-3 Eiður Smári 24., - Bosko Balaban 56., Árni Gautur (sjálfsmark) 61. Dario Srna (víti) 82. Íslenski boltinn Fréttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Sjá meira
Íslendingar töpuðu fyrir Krótötum, 1-3, á Laugardalsvellinum í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslendingar höfðu verðskuldaða 1-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk. Íslendingar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og spiluðu sinn besta leik í langan tíma. Að sama skapi voru Króatar afskaplega daprir og var í raun með ólíkindum að hugsa til þess að þeir sætu á toppi undanriðilsins. Leikaðferð þeirra Loga og Ásgeirs gekk fullkomnlega upp í fyrri hálfleik – íslenska liðið beið þar til Króatar komust í nánd við miðlínu og þá var látið til skarar skríða með mikill pressu. Íslenska liðið fékk mörg ágætis færi með því að vinna boltann með harðfylgi á miðjunni og sækja síðan hratt, þar sem einkum Brynjar Björn Gunnarsson var fremstur meðal jafningja. Það kom því ekki á óvart þegar Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu yfir með fallegu marki um miðjan hálfleikinn. Ekki löngu síðar átti Stefán Gíslason skot í stöng af löngu færi og greinilegt að íslensku leikmennirnir voru ekkert á því að leggjast í skotgrafirnar og verja þetta eina mark. Króatar gáfu reyndar aðeins í rétt í lok hálfleiksins og fengu þá tvö fín færi, en í heildina var leikur Íslands nánast gallalaus í fyrri hálfleik. Vörnin var nokkuð óörugg á köflum, en Hermann Hreiðarsson náði iðulega að bjarga því sem bjarga þurfti. Á miðjunni höfðu Stefán Gíslason og Brynjar Björn betur gegn ekki ómerkari mönnum en Igor Tudor og Niko Kovac og var sá síðarnefndi, sem fór sérlega illa með leikmenn Íslands í fyrri leik liðanna í fyrra, nánast klipptur út úr leiknum. En þetta átti eftir að breytast í síðari hálfleik. Greinilegt var að vel hafði verið lesið yfir hausamottunum á leikmönnum króatíska liðsins í hálfleik og þeir sóttu af krafti frá fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Þeir uppskáru árangur erfiðisins strax á 56. mínútu þegar Bosko Balakan, leikmaður Club Brugge í Belgíu, skoraði með skalla af stuttu færri eftir fyrirgjöf. Hann var síðan aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar og var markið keimlíkt því fyrra – sending frá hægri þar sem Balaban var réttur maður á réttum stað. Yfirburðirnir héldu áfram allan síðari hálfleikinn og til marks um þá má nefna að íslenska liðið átti ekki skot á mark allan hálfleikinn. Það var síðan Darijo Srna sem kórónaði stórleik sinn í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu, en Stefán Gíslason hafði þá brotið á Dado Prso innan teigs. Srna, vinstri vængmaður Króata, hreinlega lék sér að Arnari Þóri Viðarssyni sem hafði komið inn á sem varamaður í lok fyrri hálfleiks fyrir Indriða Sigurðsson, sen hann varð fyrir meiðslum. Ekki er annað hægt að hrósa gestunum fyrir karakterinn sem þeir sýndu með því að koma til baka eftir hörmulegan fyrri hálfleik en að sama skapi olli íslenska liðið miklum vonbrigðum. Það var nánast eins og nýtt lið hefði mætt á völlinn í síðari hálfleikinn – lið sem skorti alla baráttu og leikgleði. Leikmenn urðu pirraðir og létu mótlætið fara í taugarnar á sér. Að sama skapi hafði greinilega hugarfarsbreyting átt sér stað hjá gestunum og þeir byrjuðu að spila eins og þeir eiga að sér. Það sem vekur upp stærstu spurningarnar er hins vegar sú staðreynd að króatíska liðið breytti ekki um leikaðferð eða neinar áherslur að einhverju viti í sínum leik. Það var ekki eins og Eiður Smári hafi verið settur í aukna gæslu eða einhverjar stöðubreytingar hafi átt sér stað. Rennur það stoðum undir það að ástæðan fyrir stórlega hrakandi leik íslenska liðsins hafi einfaldlega verið sú að leikmennirnir sprengdu sig hreinlega í fyrri hálfleik. Arnar Þór Viðarsson átti skelfilega innkomu og komu fyrstu tvö mörk Króata eftir sóknir upp hægri vænginn þar sem hann hefði átt að gera betur í varnarleiknum. Eftir því sem á leið dró af Hermanni og Brynjar Birni, og kannski að ástæðan sé sú að þeir eru tiltölulega nýkomnir úr meiðslum og ekki komnir í almennilegt leikform. Gunnar Heiðar komst að því að það er ekki það sama að spila í sænsku úrvalsdeildini og að spila gegn króatískum varnarmönnum í hæsta gæðaflokki og mátti hans sín lítils í síðari hálfleik, rétt eins og allir aðrir leikmenn Íslands. Í heildina var um tvo ólíka hálfleiki að ræða sem voru í raun andstæður hvors annars. Í þeim fyrri var íslenska liðið mun betra og spilaði frábærlega – í þeim síðari var Króatía sem réð lögum og lofum. Þar sem skilur á milli er að Íslendingar skoruðu bara eitt mark á meðan þeirra yfirburðir stóðu yfir - en Króatar þrjú. Staða Íslands er sem fyrr mjög slæm í riðlinum, í næst neðsta sæti með aðeins 4 stig en þessi fjögur stig hafa öll komið gegn slöku liði Möltu. Króatar tróna á toppi riðilsins, stigi á undan Svíum. Ísland – Króatía 1-3 Eiður Smári 24., - Bosko Balaban 56., Árni Gautur (sjálfsmark) 61. Dario Srna (víti) 82.
Íslenski boltinn Fréttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Sjá meira