Margt jákvætt í okkar leik 4. september 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik." Íslenski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik."
Íslenski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira