Erlent

Slegið á fingur Kazaa

Eigendum Kazaa hefur verið gert að breyta forriti sínu á Eigendum Kazaa hefur verið gert að breyta forriti sínu til að koma í veg fyrir höfundarréttarbrot, en Kazaa er eitt vinsælasta skráaskiptaforrit heims. Fjallað var um dóminn á öllum helstu tæknivefjum heimsins í gær. Dómstóll í New Soluth Wales í Ástralíu kvað í gær upp þann dóm að Kazaa bryti í bága við áströlsk höfundarréttarlög og fékk Sharman Networks, sem á Kazaa og er með rekstur sinn í Ástralíu, tveggja mánaða frest til að gera viðeigandi breytingar. Talsmenn tónlistarframleiðenda og samtök höfundarrétthafa hafa fagna dóminum og kalla hann sigur sem hafa muni áhrif um heim allan. Óvíst er þó um áhrif dómsins, því fólk sem skiptist á skrám á netinu notast einnig við fjölda annarra forrita. Í dómnum segir að honum sé ekki beint gegn tækninni, heldur til verndar höfundarrétti og komst að þeirri niðurstöðu að Sharman Networks hefði ekki á nokkurn hátt reynt að sporna við ólöglegri notkun forritsins, þrátt fyrir að á vef fyrirtækisins séu auglýsingar þar sem notendur Kazaa eru beðnir að deila ekki með sér höfundarréttarvörðu efni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×