Viðskipti innlent

Góð afkoma hjá Baugi Group

Hagnaður Baugs Group á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 nam 10,6 milljörðum króna eftir skatta. Heildareignir félagsins námu í lok júní síðastliðins rúmlega hundrað milljörðum króna og eigið fé nam 46 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Baugi segir að staða Baugs Group sé sterkari en nokkru sinni fyrr. Góð afkoma félagsins stafi af innleystum og óinnleystum hagnaði af fjárfestingum félagsins í Bretlandi, Danmörku og Íslandi. Baugur Group er kjölfestufjárfestir og leiðandi söluaðili þekktra vörumerkja í þessum þremur löndum. Velta félaga sem Baugur á meirihluta í, nam á síðasta rekstrarári um 866 milljörðum króna og var hagnaður þeirra um 37 milljarðar króna. Um er að ræða um 2.600 verslanir, sem um 55 þúsund manns á Íslandi, Bretlandi og Norðurlöndum starfa í.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×