Leikhlé fyrir Gerhard og Joschka 7. september 2005 00:01 Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun