Harka og ósveigjanleiki 8. september 2005 00:01 "Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
"Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira