Harka og ósveigjanleiki 8. september 2005 00:01 "Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
"Staða þessara mála, sem upp eru komin á spítalanum, er ekkert í lagi. Við tökum þetta alvarlega," segir Björn Zoega sviðsstjóri lækninga á skurðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann segir að verið sé að reyna að komast að samkomulagi, við þá lækna sem eru ósáttir, með viðræðum. Sérfræðingur á æðaskurðdeild spítalans hefur sagt upp störfum vegna óánægju með stefnu framkvæmdastjórnar LSH, þar á meðal uppsetningu stimpilklukku. Yfirlæknir deildarinnar á í deilum við stjórnina og hefur sett sín mál í hendur lögfræðings. Fleiri læknar á skurðsviði eru óánægðir og íhuga sumir hverjir uppsögn. Björn segir að notkun stimpilklukku sé einfaldlega skráning á vinnuframlagi samkvæmt kjarasamningi. Kjarasamningur lækna bjóði ekki upp á annað. Yfirstjórn spítalans hafi þó sýnt tilslakanir í þeim efnum. "Hvað varðar bann við vinnu yfirlækna utan spítalans þá var sú ákvörðun tekin af yfirstjórn spítalans í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Verið er að skerpa á því að yfirlæknarnir sem stjórna hinum daglega rekstri á deildunum séu ekki að hverfa einn og einn dag í vikunni og skapi þar með óvissu. Tilgangurinn er að sjá til þess að vinnan flæði eðlilega og öryggi sjúklinganna sé ekki ógnað á nokkurn hátt." Helgi segir að þessi breyting valdi deilum og hafi ef til vill áhrif á kjör viðkomandi yfirlækna. Vinnuframlag á stofu úti í bæ virðist vera betur borgað heldur en á spítalanum. Spurður hvort átök tveggja skurðlækna af fjórum sem starfa á æðaskurðlækningadeild séu farin að koma niður á deildinni svarar Björn: "Nei,ekki ennþá." Hann kveðst vonast til að mál viðkomandi lækna geti leyst á farsælan hátt þannig að biðlistar taki ekki að myndast. "Það var sársaukafull sameining á tveimur spítölum hérna," segir Björn um ástæður þess ófriðar sem verið hefur uppi á spítalanum. "Ég get skilið að yfirstjórnin hafi þurft að sýna töluvert mikla hörku til að slá þessum einingum saman þar sem menn höfðu meira sjálfstæði í minni einingum heldur þeir hafa í stærri einingum núna. En það getur líka verið um að ræða ósveigjanleika að hálfu þeirra lækna sem hafa deilt á hana."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira