Sama gjald fyrir alla 9. september 2005 00:01 Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólar - Hafsteinn Karlsson Það er skortur á dagforeldrum í Kópavogi. Eftirspurn eftir þessari þjónustu er meiri en framboðið. Það er mikilvægt fyrir foreldra yngstu barnanna að geta fengið örugga gæslu fyrir börn sín þann tíma sem er á milli loka fæðingarorlofs og upphafs leikskólagöngu. Foreldrar smábarna þurfa að eiga möguleika á að komast út á vinnumarkaðinn strax eftir að fæðingarorlofi lýkur, enda leyfa fjárhagskuldbindingar meðal annars vegna íbúðakaupa sjaldnast nokkurt tekjutap. Sveitarfélög verða að gera það sem í þeirra valdi stendur til að fólk fáist til að starfa sem dagforeldrar. Ýmislegt gott hefur verið gert í Kópavogi, en eitthvað meira þarf greinilega til. 160 þúsund krónum meira fyrir daggæslu. Fyrir 8 tíma vistun hjá dagforeldri þurfa foreldrar að greiða 55 - 60 þús. kr. en fá svo niðurgreiðslu frá bænum að fjárhæð tæplega 14 þús. kr. og einstæðir foreldrar og foreldrar báðir í námi fá niðurgreiðslu sem nemur 25 þúsund krónum. Einstæðir foreldrar og námsmenn þurfa því að greiða 30 - 35 þús. kr. á mánuði en aðrir foreldrar 40 - 45 þús. kr. Þetta er verulega hærra gjald en foreldrar greiða fyrir jafnlanga dvöl á leikskólum bæjarins. Þar er hæsta gjald um 29 þús. kr. en gjald fyrir einstæða foreldra um 21 þús. Foreldrar yngstu Kópavogsbúanna þurfa því að greiða 10-15 þús. kr. meira á mánuði fyrir barn hjá dagmóður en kostar að hafa barn á leikskóla. Þessi umfram greiðsla verður um 110 - 160 þús. kr. á ári sem er áleit fjárhæð fyrir flestar fjölskyldur í bænum. Nágrannar okkar í Garðabæ og Hafnarfirði gera betur fyrir sína borgara þannig að foreldrar þar greiða svipað gjald fyrir vistun hjá dagforeldrum og fyrir leikskóla. Það er ekki hægt að færa nein góð rök fyrir því að foreldrar sem hafa börn í daggæslu skuli greiða meira en foreldrar með börn í leikskólum. Ódýrari daggæslu. Það er engin sanngirni í því að þeir sem yngstu börnin eiga þurfi að greiða allt að 160 þús. kr. aukalega fyrir það á hverju ári. Foreldrar yngstu barnanna er einmitt á þeim aldri sem mest útgjöldin eru, þurfa ef til vill að greiða fyrir eitt barn hjá dagforeldri, annað á leikskóla, eru að koma sér upp húsnæði og borga af námslánum. Þeir þurfa að vinna mikið til að standa undir öllum skuldbindingum. Þetta getur valdið bæði álagi og streitu bæði hjá foreldrunum og börnunum. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu því til leiðar í bæjarstjórn á dögunum að Félagsþjónustu Kópavogs yrði falið að finna leiðir til niðurgreiðslu á gjöldum dagforeldra þannig að þjónusta þeirra verði ekki dýrari fyrir foreldra en vistun á leikskólum bæjarins, auk þess sem legði fram tillögur sem gætu orðið til þess að fjölga dagforeldrum. Vonandi er því að vænta úrbóta í þessum málum á næstunni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun