Dagsformið ræður úrslitum 9. september 2005 00:01 Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í sumar og sigraði í Landsbankadeildinni með töluverðum yfirburðum en eini leikurinn sem liðinu hefur ekki tekist að vinna var gegn KR, en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli í Frostaskjólinu. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, á ekki von á því að sú staðreynd að KR er eina liðið sem fengið hefur stig út úr viðureign við Breiðablik í sumar, muni hjálpa liðinu í úrslitaleiknum. "Við höfum misst fimm leikmenn til útlanda í nám þannig að hópurinn okkar er þunnskipaðari en hann hefur verið í allt sumar. En það eru allir leikmenn leikfærir og ég hef fundið fyrir mikilli tilhlökkun hjá leikmönnum fyrir því að spila þennan úrslitaleik. Ég ætla að leggja áherslu á það að stelpurnar hafi gaman að því að spila leikinn og leggi sig fram fyrir hvor aðra." Breiðablik og KR hafa fjórum sinnum mæst í úrslitum bikarkeppninnar og hefur Breiðablik haft betur í þremur viðureignanna en KR einu sinni. Breiðablik hefur þrettán sinnum leikið til úrslita í bikarkeppni og unnið átta sinnum, en KR hefur tvisvar sinnum unnið bikarinn í sex úrslitaleikjum til þessa. Úlfar Hinriksson, þjálfari Breiðabliks, er viss um að jafnræði verði með liðunum í leiknum. "Bikarleikir eru alltaf erfiðir og sérstaklega þegar leikið er til úrslita því það sem ræður oft úrslitum er hvernig leikmenn ná að standa sig undir því mikla álagi sem er í úrslitaleikjum. Ég mun leggja áherslu á það að stelpurnar verði tilbúnar í slaginn og er meðvitaður um að KR er með gott lið. Við lentum í erfiðleikum á móti KR í sumar og það var í raun heppni sem réð því að við gerðum jafntefli í Frostaskjólinu. Þetta verður því örugglega mikil barátta og ef við ætlum að vinna þá verða stelpurnar að halda ró sinni og einbeita sér að því að spila fótbolta eins og þær geta best. Það er lykilatriði að láta ekki spennuna trufla sig." Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í sumar og sigraði í Landsbankadeildinni með töluverðum yfirburðum en eini leikurinn sem liðinu hefur ekki tekist að vinna var gegn KR, en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli í Frostaskjólinu. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, á ekki von á því að sú staðreynd að KR er eina liðið sem fengið hefur stig út úr viðureign við Breiðablik í sumar, muni hjálpa liðinu í úrslitaleiknum. "Við höfum misst fimm leikmenn til útlanda í nám þannig að hópurinn okkar er þunnskipaðari en hann hefur verið í allt sumar. En það eru allir leikmenn leikfærir og ég hef fundið fyrir mikilli tilhlökkun hjá leikmönnum fyrir því að spila þennan úrslitaleik. Ég ætla að leggja áherslu á það að stelpurnar hafi gaman að því að spila leikinn og leggi sig fram fyrir hvor aðra." Breiðablik og KR hafa fjórum sinnum mæst í úrslitum bikarkeppninnar og hefur Breiðablik haft betur í þremur viðureignanna en KR einu sinni. Breiðablik hefur þrettán sinnum leikið til úrslita í bikarkeppni og unnið átta sinnum, en KR hefur tvisvar sinnum unnið bikarinn í sex úrslitaleikjum til þessa. Úlfar Hinriksson, þjálfari Breiðabliks, er viss um að jafnræði verði með liðunum í leiknum. "Bikarleikir eru alltaf erfiðir og sérstaklega þegar leikið er til úrslita því það sem ræður oft úrslitum er hvernig leikmenn ná að standa sig undir því mikla álagi sem er í úrslitaleikjum. Ég mun leggja áherslu á það að stelpurnar verði tilbúnar í slaginn og er meðvitaður um að KR er með gott lið. Við lentum í erfiðleikum á móti KR í sumar og það var í raun heppni sem réð því að við gerðum jafntefli í Frostaskjólinu. Þetta verður því örugglega mikil barátta og ef við ætlum að vinna þá verða stelpurnar að halda ró sinni og einbeita sér að því að spila fótbolta eins og þær geta best. Það er lykilatriði að láta ekki spennuna trufla sig."
Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira