Hafi bjargað lífi foreldra sinna 12. september 2005 00:01 Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent