Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi 13. september 2005 00:01 Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag. Jens Stoltenberg ætlar að ræða myndun meirihlutastjórnar við samstarfsflokkana þegar í dag. Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem mynduð er meirihlutastjórn í Noregi en rík hefð er fyrir minnihlutastjórnum sem stýrt hafa með stuðningi eða hlutleysi flokka utan ríkisstjórna. Meðal þess sem samstarfsflokkarnir ræða er hvort og þá hvernig verja skuli fé úr digrum olíusjóði Norðmanna til verlferðarmála. Þeir þurfa einnig að ræða áherslur í orkumálum, en í kosningabaráttunni var meðal annars tekist á um áform um stóraukna raforkuframleiðslu með jarðgasi. Búast má við einhverjum breytingum á utanríkisstefnu Norðmanna í kjölfar stjórnarskiptanna. Norskir fjölmiðlar hafa meðal annars nefnt mögulega heimkvaðningu norskra hermanna frá Írak fyrir áramótin en jafnframt áform um að efla friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Þegar hefur verið rætt um skiptingu ráðherraembætta. Verkamannaflokkurinn bætti við sig átján þingsætum í kosningunum á mánudag og hefur nú 61 sæti af 169. Norskir fjölmiðlar telja flokkinn það voldugan innan vinstrabandalagsins, að tvö helstu ráðherraembættinn fyrir utan forsætisráðherrastólinn geti fallið honum í skaut. Björn Tore Godal og Jan Egeland aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eru báðir taldir koma til greina í embætti utanríkisráðherra. Jens Stoltenberg hefur þó ekki tjáð sig um skiptingu embættanna að öðru leyti en því að segja að kjósendur hafi ákveðið styrkleikahlutföllin. Tap stjórnarflokkanna var afar mikið. Hægriflokkurinn tapaði um þriðjungi þingsæta en Kristilegi þjóðarflokkurinn undir stjórn Bondeviks tapaði helmingi þingsæta sinna. Hins vegar náði frjálslyndi miðjuflokkurinn Venstre að fjölga þingmönnum sínum úr tveimur í tíu og Framfaraflokkurinn bætti við sig fjórtán þingsætum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag. Jens Stoltenberg ætlar að ræða myndun meirihlutastjórnar við samstarfsflokkana þegar í dag. Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem mynduð er meirihlutastjórn í Noregi en rík hefð er fyrir minnihlutastjórnum sem stýrt hafa með stuðningi eða hlutleysi flokka utan ríkisstjórna. Meðal þess sem samstarfsflokkarnir ræða er hvort og þá hvernig verja skuli fé úr digrum olíusjóði Norðmanna til verlferðarmála. Þeir þurfa einnig að ræða áherslur í orkumálum, en í kosningabaráttunni var meðal annars tekist á um áform um stóraukna raforkuframleiðslu með jarðgasi. Búast má við einhverjum breytingum á utanríkisstefnu Norðmanna í kjölfar stjórnarskiptanna. Norskir fjölmiðlar hafa meðal annars nefnt mögulega heimkvaðningu norskra hermanna frá Írak fyrir áramótin en jafnframt áform um að efla friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Þegar hefur verið rætt um skiptingu ráðherraembætta. Verkamannaflokkurinn bætti við sig átján þingsætum í kosningunum á mánudag og hefur nú 61 sæti af 169. Norskir fjölmiðlar telja flokkinn það voldugan innan vinstrabandalagsins, að tvö helstu ráðherraembættinn fyrir utan forsætisráðherrastólinn geti fallið honum í skaut. Björn Tore Godal og Jan Egeland aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eru báðir taldir koma til greina í embætti utanríkisráðherra. Jens Stoltenberg hefur þó ekki tjáð sig um skiptingu embættanna að öðru leyti en því að segja að kjósendur hafi ákveðið styrkleikahlutföllin. Tap stjórnarflokkanna var afar mikið. Hægriflokkurinn tapaði um þriðjungi þingsæta en Kristilegi þjóðarflokkurinn undir stjórn Bondeviks tapaði helmingi þingsæta sinna. Hins vegar náði frjálslyndi miðjuflokkurinn Venstre að fjölga þingmönnum sínum úr tveimur í tíu og Framfaraflokkurinn bætti við sig fjórtán þingsætum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent