Tvenns konar tortryggni 14. september 2005 00:01 Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun