Búin að gefast upp á Landspítala 14. september 2005 00:01 "Það er afar sárt að horfast í augu við það að spítali sem á að vera staður lækninga geti verið heilsuspillandi fyrir starfsfólk með hugsjónir, eins og ég tel mig vera." Þetta segir Elín Ebba Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún kveðst vera búin að gefast upp í baráttunni, - að sinni. Hún ætlar að gefa sér eitt ár, meðal annars til náms í Noregi, og sjá svo til hvernig henni líður gagnvart Landspítalanum. Íhuga hvort möguleiki sé á að hún haldi áfram að miðla þekkingu sinni og reynslu á þeim stað sem sem hún hefur unnið á í 24 ár. Hún segir tímann munu leiða það í ljós. Elín Ebba hefur barist ötullega fyrir málefnum geðsjúkra innan spítala og utan. Hún hafði, ásamt Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa, yfirumsjón með brautryðjendaverkefni sem Hugarafl vann, en það er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata. Verkefnið vakti mikla athygli og er vinna í framhaldi af því enn í gangi innan geðsviðs LSH. En Elín Ebba er ósátt: "Auðvitað er það mjög ánægjulegt að byggja eigi nýtt hátæknisjúkrahús," segir hún. "En stundum fæ ég á tilfinninguna að menn telji að þar liggi vandinn, - í umgjörðinni, - í steinsteypunni. En ef þessu flotta sjúkrahúsi er ætlað að þagga niður þá óánægju sem hefur verið kraumandi, þá get ég fullyrt að það mun ekki bjarga neinu í þeim efnum." Eins og einkafyrirtæki "Landspítalinn er rekinn eins og einkafyrirtæki," heldur Elín Ebba áfram. "Menn eiga að vera trúir stofnuninni og fylgja línu yfirstjórnarinnar. Framsækin fyrirtæki eru aftur á móti háð því að hafa frumkvöðla, fólk sem tekst á og skiptist á skoðunum. Hörð skoðanaskipti leiða til nýsköpunar. Keppinauturinn er aðhaldið og menn gera hvað þeir geta til að halda í viðskiptin. Þetta aðhald hefur Landspítalinn ekki. Þar er eftirspurnin næg, þar aukast tölurnar um afköst, innlagnatími styttist, sjúklingar lifa af og tekist hefur að halda utan um fjármagnið. Allt lítur vel út á yfirborðinu. En LSH er háskólasjúkrahús. Þar starfar fólk sem einnig kennir við heilbrigðisdeildir. Sannur háskólamaður tekur þátt í þjóðfélagsumræðunni og er gagnrýninn á eigin störf og annarra. Þess vegna gengur ekki upp að þagga niður í mönnum. Það stríðir gegn eðli fræði- og vísindamannsins." Elín Ebba segir að eftir sameiningu spítalanna hafi sviðsstjórar og millistjórnendur farið á alls konar námskeið þar sem þeir námu mikil fræði um nútímastjórnun. "En eftir þessi námskeið varð enn erfiðara að vinna á spítalanum, því þá var maður orðinn svo meðvitaður um að þessi hugmyndafræði sem verið var að kenna, var ekki stunduð á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Það þarf heldur ekki háskólamenntun til að gera sér grein fyrir áhugaleysi, virðingarleysi og skorti á væntumþykju og einlægum áhuga í starfsumhverfinu. Allt þetta skortir á LSH. Það er ekki hægt að byggja upp fyrirtæki af neinu viti ef þennan grunn vantar. Þessi grunnur er líka mikilvægur í bata sjúklinganna." Aðferðir þöggunar "Það hefur aldrei verið eins mikil pýramídastjórnun á Landspítalanum og í dag, sama hvað hver segir. Sviðsstjórar hafa valdið, sem þeir ráða mismikið við. Stundum skýla þeir sér á bak við aðra. Sem dæmi má nefna, að vilji starfsmaður "stökkva yfir " næsta yfirmann sinn og ræða við yfirmann hans, þá er yfirmaður viðkomandi tekinn með í viðtalið. Fólk reynir þetta bara einu sinni, því þetta skilar engu. Svo hættir það, gefst upp. Þetta eru aðferðir þöggunar. Ég hef aldrei átt jafnmikla samleið með geðsjúkum og á síðustu árum því nú skil ég hvernig er að vera áhrifalaus, vandalaus og mæta fordómum. Elínu Ebbu er mikið niðri fyrir þegar hún ræðir þörfina fyrir uppbyggingu á jafningjagrundvelli innan spítalans, þannig að reynsla starfsfólks og sköpunarafl nýtist sem best. En... "...ef raunverulegur áhugi væri fyrir teymisvinnu á spítalanum þá myndi hún endurspeglast frá toppnum," segir hún. "En LSH er að þróast sem vinnustaður fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga. Við hin megum vera með af því að þau eru háð okkur á vissum sviðum. En við megum ekki vera með í raunverulegum ákvörðunum. Við munum heldur ekki uppskera á sama hátt fyrir menntun, reynslu eða þekkingu." "Landspítalaveikin" Umhverfið hafði þannig áhrif á mig um tíma að kraftur minn minnkaði," segir Elín Ebba. "Í staðinn læddist að kvíði sem tengist engu. Ég áttaði mig ekki á því að vinnuumhverfið væri að hafa slík áhrif á mig fyrr en læknir einn benti mér á að kannski ætti ég við "Landspítalaveikina" að stríða. Ekkert ráð væri við henni, annað en að sætta sig við aðstæður eða láta af lífsstarfinu. Það sem hefur haldið mér á floti er áhugi fólks utan spítalans á mínum hugmyndum, hvatning geðsjúkra sjálfra og aðstandenda þeirra að halda áfram. Fólk sem ég þekki ekki stoppar mig stundum og þakkar mér fyrir innlegg mitt í umræðuna og biður mig um að gefast ekki upp. Mér þótti það skrítið í byrjun að fólk væri svo visst um að ég gæfist upp, - en ég skil það núna." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
"Það er afar sárt að horfast í augu við það að spítali sem á að vera staður lækninga geti verið heilsuspillandi fyrir starfsfólk með hugsjónir, eins og ég tel mig vera." Þetta segir Elín Ebba Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún kveðst vera búin að gefast upp í baráttunni, - að sinni. Hún ætlar að gefa sér eitt ár, meðal annars til náms í Noregi, og sjá svo til hvernig henni líður gagnvart Landspítalanum. Íhuga hvort möguleiki sé á að hún haldi áfram að miðla þekkingu sinni og reynslu á þeim stað sem sem hún hefur unnið á í 24 ár. Hún segir tímann munu leiða það í ljós. Elín Ebba hefur barist ötullega fyrir málefnum geðsjúkra innan spítala og utan. Hún hafði, ásamt Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa, yfirumsjón með brautryðjendaverkefni sem Hugarafl vann, en það er hópur geðsjúkra einstaklinga í bata. Verkefnið vakti mikla athygli og er vinna í framhaldi af því enn í gangi innan geðsviðs LSH. En Elín Ebba er ósátt: "Auðvitað er það mjög ánægjulegt að byggja eigi nýtt hátæknisjúkrahús," segir hún. "En stundum fæ ég á tilfinninguna að menn telji að þar liggi vandinn, - í umgjörðinni, - í steinsteypunni. En ef þessu flotta sjúkrahúsi er ætlað að þagga niður þá óánægju sem hefur verið kraumandi, þá get ég fullyrt að það mun ekki bjarga neinu í þeim efnum." Eins og einkafyrirtæki "Landspítalinn er rekinn eins og einkafyrirtæki," heldur Elín Ebba áfram. "Menn eiga að vera trúir stofnuninni og fylgja línu yfirstjórnarinnar. Framsækin fyrirtæki eru aftur á móti háð því að hafa frumkvöðla, fólk sem tekst á og skiptist á skoðunum. Hörð skoðanaskipti leiða til nýsköpunar. Keppinauturinn er aðhaldið og menn gera hvað þeir geta til að halda í viðskiptin. Þetta aðhald hefur Landspítalinn ekki. Þar er eftirspurnin næg, þar aukast tölurnar um afköst, innlagnatími styttist, sjúklingar lifa af og tekist hefur að halda utan um fjármagnið. Allt lítur vel út á yfirborðinu. En LSH er háskólasjúkrahús. Þar starfar fólk sem einnig kennir við heilbrigðisdeildir. Sannur háskólamaður tekur þátt í þjóðfélagsumræðunni og er gagnrýninn á eigin störf og annarra. Þess vegna gengur ekki upp að þagga niður í mönnum. Það stríðir gegn eðli fræði- og vísindamannsins." Elín Ebba segir að eftir sameiningu spítalanna hafi sviðsstjórar og millistjórnendur farið á alls konar námskeið þar sem þeir námu mikil fræði um nútímastjórnun. "En eftir þessi námskeið varð enn erfiðara að vinna á spítalanum, því þá var maður orðinn svo meðvitaður um að þessi hugmyndafræði sem verið var að kenna, var ekki stunduð á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Það þarf heldur ekki háskólamenntun til að gera sér grein fyrir áhugaleysi, virðingarleysi og skorti á væntumþykju og einlægum áhuga í starfsumhverfinu. Allt þetta skortir á LSH. Það er ekki hægt að byggja upp fyrirtæki af neinu viti ef þennan grunn vantar. Þessi grunnur er líka mikilvægur í bata sjúklinganna." Aðferðir þöggunar "Það hefur aldrei verið eins mikil pýramídastjórnun á Landspítalanum og í dag, sama hvað hver segir. Sviðsstjórar hafa valdið, sem þeir ráða mismikið við. Stundum skýla þeir sér á bak við aðra. Sem dæmi má nefna, að vilji starfsmaður "stökkva yfir " næsta yfirmann sinn og ræða við yfirmann hans, þá er yfirmaður viðkomandi tekinn með í viðtalið. Fólk reynir þetta bara einu sinni, því þetta skilar engu. Svo hættir það, gefst upp. Þetta eru aðferðir þöggunar. Ég hef aldrei átt jafnmikla samleið með geðsjúkum og á síðustu árum því nú skil ég hvernig er að vera áhrifalaus, vandalaus og mæta fordómum. Elínu Ebbu er mikið niðri fyrir þegar hún ræðir þörfina fyrir uppbyggingu á jafningjagrundvelli innan spítalans, þannig að reynsla starfsfólks og sköpunarafl nýtist sem best. En... "...ef raunverulegur áhugi væri fyrir teymisvinnu á spítalanum þá myndi hún endurspeglast frá toppnum," segir hún. "En LSH er að þróast sem vinnustaður fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga. Við hin megum vera með af því að þau eru háð okkur á vissum sviðum. En við megum ekki vera með í raunverulegum ákvörðunum. Við munum heldur ekki uppskera á sama hátt fyrir menntun, reynslu eða þekkingu." "Landspítalaveikin" Umhverfið hafði þannig áhrif á mig um tíma að kraftur minn minnkaði," segir Elín Ebba. "Í staðinn læddist að kvíði sem tengist engu. Ég áttaði mig ekki á því að vinnuumhverfið væri að hafa slík áhrif á mig fyrr en læknir einn benti mér á að kannski ætti ég við "Landspítalaveikina" að stríða. Ekkert ráð væri við henni, annað en að sætta sig við aðstæður eða láta af lífsstarfinu. Það sem hefur haldið mér á floti er áhugi fólks utan spítalans á mínum hugmyndum, hvatning geðsjúkra sjálfra og aðstandenda þeirra að halda áfram. Fólk sem ég þekki ekki stoppar mig stundum og þakkar mér fyrir innlegg mitt í umræðuna og biður mig um að gefast ekki upp. Mér þótti það skrítið í byrjun að fólk væri svo visst um að ég gæfist upp, - en ég skil það núna."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira