Aðrar kosningar í Þýskalandi? 15. september 2005 00:01 Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Þýskalandi. Gerhard Schröder og Angela Merkel hljóta að fá hroll þegar þeim eru réttar nýjustu tölur úr skoðanakönnunum á hverjum morgni. CDU, kristilegir demókratar, eru langstærstir með fjörutíu og tveggja prósenta fylgi. SPD, jafnaðarmannaflokkur Schröders, geta fagnað því þeir hafa bætt við sig og eru komnir með þrjátíu og fimm prósent. En hvorugur flokkurinn hefur nægileg fylgi til að mynda stjórn með óskasamstarfsflokki sínum: kristilegir demókratar og frjálslyndir hafa ekki nægilegt fylgi samanlagt og jafnaðarmenn og græningjar ekki heldur. Fimmti flokkurinn á þingi, vinstri flokkurinn, er reyndar sá þriðji stærsti samkvæmt könnunum en það vill enginn mynda stjórn með flokknum svo að fylgi hans skiptir litli, í það minnsta segja leiðtogar hinna flokkanna það. Það stefnir því allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, nokkuð sem hvorugum flokksleiðtoganum hugnast. Að vísu gætu kristilegir demókratar og græningjar myndað stjórn með nægan meirihluta, en það samstarf er talið harla ólíklegt. Ein leið til að komast hjá því að ræða þessa stöðu er að kenna fjölmiðlum og þeim sem stýra könnununum um. Aðrir benda á að enn sé allt að þriðjungur óákveðinn sem muni ráða úrslitum, og enn aðrir benda á að meira en helmingur telji að ekki sé tímabært að gera breytingar. Það leysir hins vegar ekki vandann sem gæti blasað við á sunnudagskvöldið. Þess vegna hefur Angela Merkel lagt höfuðið í bleyti og setið stífa fundi með stjórnarskrárspekingum, samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla í morgun. Tilgangurinn er að finna leið til að efna til nýrra kosninga strax að þeim á sunnudaginn loknum. Lausnin felst í því að Merkel sækist eftir stuðningi þingsins sem kanslari að kosningum afstöðnum. Kosið er þrisvar og hljóti hún ekki afgerandi meirihluta hefur forseti Þýskalands um tvennt að velja: að tilnefna Merkel samt eða leysa þingið upp og efna til kosninga á ný. Forsetinn, Horst Köhler, er flokksbróðir Merkel og því meiri líkur á að hann sé henni hliðhollur en Schröder. Hvort að þessi flétta gengur upp er allt annað mál. Telja má víst að aðrir stjórnmálamenn myndu klaga þetta til stjórnarskrárdómstólsins og svo er engin leið að vita hvernig kjósendur brygðust við. Allt sýnir þetta fyrst og fremst þá örvæntingu sem ríkir í herbúðum helstu frambjóðendanna síðustu dagana fyrir kosningar, og ljóst að það stefnir í mjög spennandi kosningar hér í Þýskalandi á sunnudaginn kemur. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Þýskalandi. Gerhard Schröder og Angela Merkel hljóta að fá hroll þegar þeim eru réttar nýjustu tölur úr skoðanakönnunum á hverjum morgni. CDU, kristilegir demókratar, eru langstærstir með fjörutíu og tveggja prósenta fylgi. SPD, jafnaðarmannaflokkur Schröders, geta fagnað því þeir hafa bætt við sig og eru komnir með þrjátíu og fimm prósent. En hvorugur flokkurinn hefur nægileg fylgi til að mynda stjórn með óskasamstarfsflokki sínum: kristilegir demókratar og frjálslyndir hafa ekki nægilegt fylgi samanlagt og jafnaðarmenn og græningjar ekki heldur. Fimmti flokkurinn á þingi, vinstri flokkurinn, er reyndar sá þriðji stærsti samkvæmt könnunum en það vill enginn mynda stjórn með flokknum svo að fylgi hans skiptir litli, í það minnsta segja leiðtogar hinna flokkanna það. Það stefnir því allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, nokkuð sem hvorugum flokksleiðtoganum hugnast. Að vísu gætu kristilegir demókratar og græningjar myndað stjórn með nægan meirihluta, en það samstarf er talið harla ólíklegt. Ein leið til að komast hjá því að ræða þessa stöðu er að kenna fjölmiðlum og þeim sem stýra könnununum um. Aðrir benda á að enn sé allt að þriðjungur óákveðinn sem muni ráða úrslitum, og enn aðrir benda á að meira en helmingur telji að ekki sé tímabært að gera breytingar. Það leysir hins vegar ekki vandann sem gæti blasað við á sunnudagskvöldið. Þess vegna hefur Angela Merkel lagt höfuðið í bleyti og setið stífa fundi með stjórnarskrárspekingum, samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla í morgun. Tilgangurinn er að finna leið til að efna til nýrra kosninga strax að þeim á sunnudaginn loknum. Lausnin felst í því að Merkel sækist eftir stuðningi þingsins sem kanslari að kosningum afstöðnum. Kosið er þrisvar og hljóti hún ekki afgerandi meirihluta hefur forseti Þýskalands um tvennt að velja: að tilnefna Merkel samt eða leysa þingið upp og efna til kosninga á ný. Forsetinn, Horst Köhler, er flokksbróðir Merkel og því meiri líkur á að hann sé henni hliðhollur en Schröder. Hvort að þessi flétta gengur upp er allt annað mál. Telja má víst að aðrir stjórnmálamenn myndu klaga þetta til stjórnarskrárdómstólsins og svo er engin leið að vita hvernig kjósendur brygðust við. Allt sýnir þetta fyrst og fremst þá örvæntingu sem ríkir í herbúðum helstu frambjóðendanna síðustu dagana fyrir kosningar, og ljóst að það stefnir í mjög spennandi kosningar hér í Þýskalandi á sunnudaginn kemur.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent