Rökstuddur grunur um áfengisneyslu 16. september 2005 00:01 Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira