Rökstuddur grunur um áfengisneyslu 16. september 2005 00:01 Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Eigandi bátsins, sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir tæpri viku, og kona hans hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn slyssins. Rökstuddur grunur er um að þau hafi neytt áfengis kvöldið örlagaríka. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög þess að skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að kona fórst og eins manns er saknað. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er eigandi bátsins. Honum, eiginkonu hans og tíu ára syni var bjargað af kyli bátsins og voru bæði Jónas og kona hans alvarlega slösuð. Þau hafa bæði réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins, sem þýðir meðal annars að þau þurfa ekki að tjá sig um málsatriði frekar en þau vilja. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hjónin höfðu bæði neytt áfengis kvöldið sem slysið varð. Aðspurður hvort lögreglu gruni að áfengisneysla sé orsök slyssins segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að svo sé alls ekki. Þetta sé hluti af rannsókninni. Spurður hvort vitað sé hver hafi stýrt bátnum þegar slysið hafi orðið segir Hörður að það sé ekki hægt að slá því föstu. Það sé í sjálfu sér eðlilegast að álykta að eigandinn hafi verið við stjórnvölinn í allri ferðinni en lögregla vilji ekki fullyrða að svo hafi verið allan tímann að svo stöddu. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að ferð bátsins hófst klukkan sjö síðasta föstudagskvöld. Úr GPS-staðsetningartæki bátsins fær lögregla upplýsingar um allar ferðir bátsins umrætt kvöld þar með talinn tíma, vegalengdir og hraða. Síðasta hluta siglingarinnar var bátnum siglt eftir hefðbundinni siglingaleið vestur Viðeyjarsund í átt að gömlu höfninni en snúið við og siglt til baka. Á þeirri leið lendi báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Samkvæmt staðsetningartæki bátsins var honum siglt af eða frá skerinu eftir að hann steytti á því. Þegar báturinn sökk var hann kominn um 100 metra frá skerinu. Að minnsta kosti fjórir símar voru í bátnum þegar slysið varð og var hringt í neyðarlínuna úr þremur þeirra. Fyrsta hringingin var tíu mínútum eftir að báturinn steytti á skerinu. Aðspurður um markmið rannsóknarinnar segir Hörður að það sé einfaldlega að komast að því hvað hafi gerst, hvernig hafi staðið á því að bátur á þessum stað og tíma hafi lent í þessum aðstæðum sem hafi kostað mannslíf. Inntur eftir því hvort mál geti orðið að sakamálarannsókn segir Hörður ekki hægt að útiloka það. Í dag leitaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar strendur og eyjar frá Skerjafirði inn í Kollafjörð, út með Kjalanesi og upp á Akranes að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað er. Þá hefur stórtæk leit verið skipulög á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira