Ágallarnir of miklir 20. september 2005 00:01 Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála ber að greina sakagiftir í ákæru þannig að þær séu svo skýrar og ótvíræðar að ekki þurfi að deila um hverjar þær séu. Þar vegur verknaðarlýsingin sjálf þyngst. Helgast þetta meðal annars af því að sakborningi er nauðsyn að vita hvaða athæfi honum er gefið að sök svo að hann geti varið sig. Ennfremur þarf dómari að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls svo hann geti lagt á það dóm. Þótti dómnum ákærunni verulega áfátt að þessu leyti. Jón. H. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, segir niðurstöðuna ekki vera áfall. Jafnframt segir hann of snemmt að segja til um hvort hafist verði handa við að undirbúa nýja ákæru. Jón sagði þó við fréttamenn eftir að niðurstaða úrskurðarins var kunn að embættið myndi kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. „Það var ljóst að mat dómaranna var það að það væru verulegir annmarkar á ákærunni eftir bréfið sem þeir skrifuðu 26. ágúst og þessi niðurstaða, um að vísa málinu frá í heild sinni, er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að þeir telja að þetta sé svo stór hluti málsins, sem sé haldinn þessum annmörkum að þeir telja sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni,“ sagði Gestur. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála ber að greina sakagiftir í ákæru þannig að þær séu svo skýrar og ótvíræðar að ekki þurfi að deila um hverjar þær séu. Þar vegur verknaðarlýsingin sjálf þyngst. Helgast þetta meðal annars af því að sakborningi er nauðsyn að vita hvaða athæfi honum er gefið að sök svo að hann geti varið sig. Ennfremur þarf dómari að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls svo hann geti lagt á það dóm. Þótti dómnum ákærunni verulega áfátt að þessu leyti. Jón. H. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, segir niðurstöðuna ekki vera áfall. Jafnframt segir hann of snemmt að segja til um hvort hafist verði handa við að undirbúa nýja ákæru. Jón sagði þó við fréttamenn eftir að niðurstaða úrskurðarins var kunn að embættið myndi kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, var að vonum ánægður eins og aðrir verjendur í málinu. „Það var ljóst að mat dómaranna var það að það væru verulegir annmarkar á ákærunni eftir bréfið sem þeir skrifuðu 26. ágúst og þessi niðurstaða, um að vísa málinu frá í heild sinni, er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að þeir telja að þetta sé svo stór hluti málsins, sem sé haldinn þessum annmörkum að þeir telja sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni,“ sagði Gestur.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira