Baugsmálinu gerð skil erlendis 20. september 2005 00:01 Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent