Segist eiga inni sjö vikna hvíld 21. september 2005 00:01 Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira