Fimm hafa veikst af hermannaveiki 21. september 2005 00:01 Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent