Bikarúrslitin í dag 23. september 2005 00:01 Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli." Íslenski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli."
Íslenski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sjá meira