Bikarúrslitin í dag 23. september 2005 00:01 Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli." Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik í dag þegar Fram og Valur mætast í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, hefur þurft að beita öllum ráðum til þess að fá sína leikmenn til þess að einbeita sér að leiknum eftir að hafa fallið í 1.deild um síðustu helgi. "Við hittumst strax á sunnudeginum eftir leikinn gegn FH og sleiktum sárin saman. Eftir æfingu á mánudaginn voru skýr skilaboð til hópsins að leggja Íslandsmótið til hliðar. Öll orka okkar hefur því farið í að hugsa um þennan leik og það er ögrandi verkefni fyrir okkur að vinna bikarinn og það er okkar markmið að sjálfsögðu að verða bikarmeistarar." Töluverðar deilur urðu í sumar þegar Daninn Bo Henriksen, sem kom til Fram frá Val, skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Fram á Val en forráðamenn Vals héldu því fram að gert hefði verið heiðursmannasamkomulag um að Bo myndi ekki leika gegn Val. Ólafur er sannfærður um að það sé búið að leysa farsællega úr þeim deilum. "Forráðamenn félaganna hafa leyst þetta mál farsællega. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að mæta til leiks með einbeittan hóp leikmanna sem staðráðnir eru í því að vinna þennan titil."Valsmenn komu upp úr 1. deildinni og enduðu í 2. sæti í Landsbankadeildinni eftir að hafa haldið í við FH framan af móti. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, segir þennan árangur ekki hjálpa til þegar komið er í úrslitaleikinn. "Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Það er stórkostlegt að vera kominn alla leið í úrslitlaleikinn og nú er það undir okkur komið að vinna titil fyrir félagið. Það er aðeins tvennt sem kemur til greina í úrslitaleik eins og þessum. Annaðhvort verða mikil vonbrigði eða tóm hamingja. Vonandi skilar góður undirbúningur hamingjusömum endi á þessum leik." Willum er ánægður með hvernig sumarið hefur gengið og segist vera búinn að ná þeim markmiðum sem sett voru fyrir mót. "Fyrsta markmið var að tryggja tilverurétt okkar í efstu deild. Síðan settum við okkur markmið að vera í toppbaráttunni í Landsbankadeildinni og nú er Valur komið í Evrópukeppni. Þannig að öllum markmiðum hefur verið náð. Nú verðum við bara ljúka að sumrinu með bikarmeistaratitli."
Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Sjá meira