Ísland-Tékkland í dag 23. september 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Kína árið 2007. Ísland er í efsta sæti síns riðils eins og staðan er nú og á ágæta möguleika á því að komast í lokakeppnina ef vel gengur í leikjunum sem eftir eru. Eftir óvænt jafntefli gegn sterku liði Svíþjóðar þarf íslenska liðið helst að vinna alla leikina sem eftir eru í riðlinum þar sem sænska liðið er ekki líklegt til þess að tapa stigum í leikjunum sem eftir eru í riðlakeppninni. Jörundur Áki Sveinsson þjálfari á von á erfiðum leik þar sem tékkneska liðið hefur náð ágætum úrslitum að undanförnu. "Tékkland er með gott lið sem erfitt verður að leika gegn ef við höldum ekki einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við munum leggja leikinn upp með svipuðum hætti og við gerðum gegn Svíum en þá lágum við aftarlega á vellinum og sóttum svo hratt þegar færi gafst. Ég reikna með því að við reynum að byrja leikinn af miklum krafti og helst ná inn marki á fyrstu mínútunum til þess að auðvelda fyrir okkur. Það er mikill hugur í öllum stelpunum og þær munu selja sig dýrt, það er alveg á hreinu." Erla Hendriksdóttir mun spila sinn síðasta landsleik gegn Tékklandi en hún er næstleikjahæsta landsliðskonan frá upphafi, með 54 leiki. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi en hún hefur spilað 60 leiki fyrir Íslands hönd. Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag Tékklandi í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Kína árið 2007. Ísland er í efsta sæti síns riðils eins og staðan er nú og á ágæta möguleika á því að komast í lokakeppnina ef vel gengur í leikjunum sem eftir eru. Eftir óvænt jafntefli gegn sterku liði Svíþjóðar þarf íslenska liðið helst að vinna alla leikina sem eftir eru í riðlinum þar sem sænska liðið er ekki líklegt til þess að tapa stigum í leikjunum sem eftir eru í riðlakeppninni. Jörundur Áki Sveinsson þjálfari á von á erfiðum leik þar sem tékkneska liðið hefur náð ágætum úrslitum að undanförnu. "Tékkland er með gott lið sem erfitt verður að leika gegn ef við höldum ekki einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við munum leggja leikinn upp með svipuðum hætti og við gerðum gegn Svíum en þá lágum við aftarlega á vellinum og sóttum svo hratt þegar færi gafst. Ég reikna með því að við reynum að byrja leikinn af miklum krafti og helst ná inn marki á fyrstu mínútunum til þess að auðvelda fyrir okkur. Það er mikill hugur í öllum stelpunum og þær munu selja sig dýrt, það er alveg á hreinu." Erla Hendriksdóttir mun spila sinn síðasta landsleik gegn Tékklandi en hún er næstleikjahæsta landsliðskonan frá upphafi, með 54 leiki. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi en hún hefur spilað 60 leiki fyrir Íslands hönd.
Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira