Sport

Ótrúlegt að við skyldum tapa

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, var mjög svekktur eftir tap liðsins gegn Val í bikarúrslitunum. „Við áttum mikið fleiri færi en þeir og svo kemur ein helvítis fyrirgjöf og hún endar í markinu. Það er alveg ótrúlegt að við skyldum tapa þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og ég er mjög stolltur af framlagi strákanna í leiknum. Mínir menn léku mjög vel og voru miklu betri í leiknum," sagði Ólafur, sem ekki var sáttur við störf dómarans í lok leiksins en þá fengu Valsmenn að tefja leikinn án þess að dómarinn aðhefðist nokkuð. Aðspurður um framtíð sína sagði Ólafur: „Ég hef ekki hugmynd hvar ég verð á næsta ári".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×