Viðskipti innlent

Ofnæmislyf á markað í Rússlandi

Actavis hefur sett ofnæmislyfið Cetrizine á markað í Rússlandi. Lyfið hefur verið á markaði á Íslandi í nokkur ár en það fékk markaðsleyfi hér árið 1997. Dótturfélag Actavis, Medis, sem sér um sölu til þriðja aðila, setti lyfið á markað árið 2002. Unnið er að skráningu lyfsins á öðrum mörkuðum fyrirtækisins, svo sem í Úkraínu, Moldavíu og í Hvíta-Rússlandi, og er búist við að það verði markaðssett þar í byrjun næsta árs. Jafnframt verður blóðþrýstingslyfið Fosinopril sett á markað í Rússlandi í lok október. Rúmlega 200 manns starfa hjá Actavis í Rússlandi og nálægum löndum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×