Styrmir svarar 26. september 2005 00:01 Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira