Björguðu manni af skútu í háska 27. september 2005 00:01 Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira