Flugvöllur í þágu allra landsmanna 29. september 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun