Flugvöllur í þágu allra landsmanna 29. september 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun