Útflutningsgreinar í uppnámi 30. september 2005 00:01 Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra." Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra."
Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira