Tyrkir æfir af reiði 3. október 2005 00:01 Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Óvíst er hvort Evrópusambandið hefji formlegar aðildarviðræður við Tyrki í dag, eins og áætlað var. Austurríkismenn standa í vegi fyrir því en öll aðildarlöndin 25 þurfa að samþykkja viðræðurammann. Tyrkir eru æfir af reiði yfir þessu og vanda Austurríkismönnum ekki kveðjurnar. Tyrkir hafa lengi beðið þessarar stundar. Evrópusambandið hefur notað aðildarviðræðurnar sem nokkurs konar gulrót í mörg ár, til þess að þrýsta á Tyrki um ýmsar breytingar, svo sem afnám dauðarefsingar og virðingu fyrir mannréttindum. Formlegar aðildarviðræður áttu að hefjast í Lúxemborg eftir hádegið í dag, en nú er allt í uppnámi eftir að Austurríkismenn sögðust ekki geta samþykkt að markmið viðræðnanna væri full aðild Tyrklands. Betra væri að bjóða Tyrkjum einhvers konar tvíhliða samning. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands segir ekki koma til greina að Tyrkir gefi nokkuð eftir, nú sé nóg komið. Barátta þeirra sem ekki vilji Tyrkland inn í sambandið eigi eftir að koma í bakið á viðkomandi landi eða löndum. Tyrkir eru þegar argir yfir sífelldum kröfum Evrópusambandsins, svo sem því að Tyrkland viðurkenni Kýpur sem allra fyrst og opni hafnir og flugvelli fyrir umferð þaðan. Þeir eru heldur ekki ánægðir með kröfu Evrópuþingsins um að viðurkenna að fjöldamorð Ottómana á Armenum árið 1915 hafi verið tilraun til þjóðarmorðs. En hvers vegna eru Austurríkismenn svona mikið á móti því að Tyrkir fái inngöngu? Tyrkland er fyrir það fyrsta mjög stórt og fjölmennt land, þar búa um 72 milljónir manna og eru flestir íbúarnir múslimar. Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti hinna kaþólsku Austurríkismanna er alfarið á móti því að Tyrkjum verði hleypt inn, og segja austurrísk yfirvöld að eftir kosningarnar í Frakklandi og Hollandi þar sem kjósendur höfnuðu stjórnarskrá Evrópusambandsins, séu forsendur breyttar - það hafi verið skýr skilaboð um andstöðu við inngöngu Tyrkja. Málið er snúið og að mörgu leyti vandræðalegt fyrir Evrópusambandið, en Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands , sem nú fer með forsæti í sambandinu, vinnur að því hörðum höndum að reyna að ná einhverju samkomulagi. Lettneski utanríkisráðherrann Artis Pabriks orðaði það þannig þegar hann var spurður um afleiðingarnar fyrir Evrópusambandið. ,,Ef ekki næst samkomulag í dag, má fara að líta á Evrópusambandið sem bandalag misheppnaðra ríkja sem aldrei geta tekið nokkra ákvörðun." Og samkvæmt nýjustu fréttum er Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, farin að taka þátt í samningaviðræðunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent