Innlent

Kaldasti september í 23 ár

Nýliðinn septembermánuður var sá kaldasti um land allt í 23 ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Frost mældist 3,4 gráður í Reykjavík sunnudaginn 25. september og hefur ekki mælst jafn mikið í rúm 30 ár. Úrkoma á Akureyri var rúmlega tvöfalt meiri en í meðalári og festi snjó þar dagana 24. og 25. september. Þetta var í sjötta skipti síðustu 40 árin sem slíkt gerist. Úrkoma í Reykjavík var hins vegar langt undir meðaltali, 41 millímetri, en er venjulega um hundrað millímetrar. Þó kalt væri í borginni lék sólin við borgarbúa og voru sólskinsstundir 60 fleiri en í meðalári



Fleiri fréttir

Sjá meira


×