Kærður fyrir að áreita stúlkur 4. október 2005 00:01 Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira