Fíkniefnahundar í VMA 6. október 2005 00:01 Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent