Bílstjóri fagnar áfangasigri 6. október 2005 00:01 Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað aftur til héraðsdóms máli leigubílstjóra sem varð fyrir því í fyrrasumar að maður teygði sig inn um gluggann hjá honum og skar hann á háls með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í lok nóvember í fyrra manninn sem grunaður var um verknaðinn. Helgi I. Jónsson dómstjóri skilaði hins vegar sératkvæði, þar sem hann taldi að sakfella bæri manninn og dæma í fimm ára fangelsi, auk þess sem hann ætti að greiða rúma milljón króna í bætur. Hinir dómararnir í héraði voru Guðjón St. Marteinsson og Arnar Þór Jónsson. "Ég er mjög ánægður með að þetta fari aftur í hérað og gott hjá Hæstarétti að taka aðeins á þessu," segir Ásgeir Elíasson, leigubílstjórinn sem fyrir árásinni varð. "Mér létti rosalega við þetta og er mjög ánægður með daginn. Eiginlega átti ég alls ekki von á þessari niðurstöðu réttarins." Hann segir trú sína á réttarkerfið endurvakta við þessa ákvörðun Hæstaréttar, en sjálfur segist hann enn að reyna að fóta sig eftir árásina og lifa með því að hafa lent í jafnskelfilegum hlut. "Réttlætið er í Hæstarétti," segir hann. Hæstiréttur féllst ekki á þá niðurstöðu meirihluta Héraðsdóms Reykjavíkur að þættir í rannsókn lögreglu gæfu tilefni til að álykta að hún hefði verið haldin annmörkum, en vopnið sem notað var við árásina fannst ekki. Héraðsdómur taldi annmarka að ekki hefði verið leitað í húsi í nágrenninu, en á það féllst Hæstiréttur ekki, né heldur að leita hefði þurft betur að blóði á fatnaði manna sem voru með þeim sem grunaður var um árásina. Þegar ráðist var á bílstjórann var hann að ljúka ferð með fjóra menn, en sá sem skar var einn farþeganna. Í Hæstarétti dæmdu málið Markús Sigurbjörnsson, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson, en dómur var upp kveðinn í gær.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir