Íslensk skuldabréf erlendis 23. október 2005 15:04 Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum. Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ört vaxandi útgáfa erlendra banka á erlendum skuldabréfum í íslenskum krónum er að verða tikkandi tímasprengja í íslensku hagkerfi, að mati sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum. Kaupþing banki hefur nú blandað sér í leikinn. Íslenska peningakerfið er svo örsmátt á heimsvísu að sterkar peningastofnanir á heimsmælikvaðra virðast geta spilað á það ef áhugi eða samstaða skapast um það. Þannig komu erlendir fjárfestar nýlega auga á hagnaðarvon með því að spila á vaxtamun á stýrivöxtum hér á landi og á Evrusvæðinu og reyndar vestanhafs líka. Þeir eru nú um tíu prósent hér en tvö og hálft prósent á Evrusvæðinu. Þrátt fyrir að þessi viðskitpi séu tiltölulega nýbyrjuð nema þau nú þegar 86 milljörðum króna, eða umþaðbil tvöfaldri fjáfestingu í virkjana- og stóriðjuframkvæmdum hér á landi í ár. Við þetta bætist gríðarleg fjárfesting erlendra skuldabréfasjóða í eldri húsbréfum upp á 220 milljarða króna, en þessir peningar eru mjög hreyfanlegir þannig að ef erlendu eigendunum dytti í hug að selja þessi bréf , myndi íslenska krónan hríð falla, líklega í stærra stökki en nokkru sinni fyrr. Auk þess hefði Seðlbankinn lítil sem engin tök á að milda fallið. Áhugi útlendinga á þessari nýju leið skýrist vel með því að skuldabréfasjóðir á meginlandinu eru almennt að reyna að ná þriggja til fimmm prósenta vöxtum, en með íslensku leiðinni ná þeir allt að 9 prósenta vöxtum. Þetta þýðir að nú streymir erlendur gjaldeyrir inn í landið, sem síst er þörf á að mati Seðlabankans, og krónurnar streyma út, sem enn síður er til þess fallið að Seðlabankinn geti haft nokkur áhrif á gengi krónunnar, því þessi þróun skrúfar gengi hennar upp, en það er nú þegar orðið of hátt að margra mati. Það eru einkum erlendir bankar, sem standa að þessu, en nú hefur KB banki, sem er með mikla starfssemi í útlöndum, blandað sér í leikinn og hefur stofnað sérstakan sjóð í því skyni, sem heitir KB erlend skuldabréf. Í kynningu bankans á sjóðnum er það markmið meðal annars kynnt að nýta háa vexti á Íslandi og mikinn vaxtamun við útlönd, og að erlendu bréfin séu varin í íslenskum krónum.
Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira