Avion næstframsæknast í Evrópu 15. október 2005 00:01 Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira