Ekki vitað hversu mikið tjónið er 16. október 2005 00:01 Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Gríðarleg úrkoma var á Höfn frá því á föstudagsmorgun og þar til í nótt og réð fráveitukerfi bæjarins engan veginn við vatnselginn. Auk þess var háflóð við bæinn um hálffjögur í gær og dró það úr rennslinu í fráveitukerfinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Höfn flæddi inn í á bilinu tíu til fimmtán hús og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt. Vatnsyfirborðið náði einum metra þar sem það var hæst í bænum og léku menn sér að því að róa um á bátum um götur bæjarins. Rigningunni slotaði í nótt sem fyrr segir og hefur vatnið sjatnað af sjálfu sér í kjölfarið og er nú orðið vel fært um götur bæjarins. Helgi Már Pálsson, bæjarverkfræðingur á Höfn, segir að það sjáist í allar götur og það sé hætt að rigna. Vatnið hafi sjatnað mikið og aðeins séu smápollar eftir. Helgi segir að hann viti ekki annað en að búið sé að dæla vatni úr öllum húsum sem flætt hafi inn í. Menn hafi verið að til klukkan ellefu í gærkvöld við dælingu og þá hafi þeir séð að hún bæri árangur og að byrjað væri að sjatna á götunum. Aðspurður um skemmdir á húsum í flóðunum segir Helgi ekki sé búið að meta þær nákvæmlega en vitað sé að flætt hafi inn í um 15 hús. Hann biður eigendur að hafa samband við tæknideild bæjarins eftir helgi til þess að hægt sé að kortleggja hvar og hversu mikið tjónið sé. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Gríðarleg úrkoma var á Höfn frá því á föstudagsmorgun og þar til í nótt og réð fráveitukerfi bæjarins engan veginn við vatnselginn. Auk þess var háflóð við bæinn um hálffjögur í gær og dró það úr rennslinu í fráveitukerfinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Höfn flæddi inn í á bilinu tíu til fimmtán hús og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt. Vatnsyfirborðið náði einum metra þar sem það var hæst í bænum og léku menn sér að því að róa um á bátum um götur bæjarins. Rigningunni slotaði í nótt sem fyrr segir og hefur vatnið sjatnað af sjálfu sér í kjölfarið og er nú orðið vel fært um götur bæjarins. Helgi Már Pálsson, bæjarverkfræðingur á Höfn, segir að það sjáist í allar götur og það sé hætt að rigna. Vatnið hafi sjatnað mikið og aðeins séu smápollar eftir. Helgi segir að hann viti ekki annað en að búið sé að dæla vatni úr öllum húsum sem flætt hafi inn í. Menn hafi verið að til klukkan ellefu í gærkvöld við dælingu og þá hafi þeir séð að hún bæri árangur og að byrjað væri að sjatna á götunum. Aðspurður um skemmdir á húsum í flóðunum segir Helgi ekki sé búið að meta þær nákvæmlega en vitað sé að flætt hafi inn í um 15 hús. Hann biður eigendur að hafa samband við tæknideild bæjarins eftir helgi til þess að hægt sé að kortleggja hvar og hversu mikið tjónið sé.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira