Svikamylla í gervi leikjarpósts 17. október 2005 00:01 Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Tölvuþrjótar hafa gert tilraun til að komast yfir greiðslukortaupplýsingar fólks með því að þykjast fara fram á staðfestingu á skráningarupplýsingum vegna tölvuleiksins Eve-Online sem spilaður er á netinu. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, framleiðanda leiksins, segir fyrirtækið margoft hafa lent í kreditkortasvindli, en sjaldgæfara sé að reynt sé að plata viðskiptavini þess með þessum hætti. "Við höfum tvisvar lent í svona stærri svikamyllum, en þá höfum við varað okkar viðskiptavini við, en í leiknum höfum við leið til að koma til þeirra skilaboðum," segir hann, en svindlinu er sérstaklega beint að þeim sem spila leikinn. "Þeir hafa farið inn á allar aðdáendasíður leiksins og sogað til sín öll tölvupóstföng sem þar var að finna." Ívar segir tilraunir sem þessar til svika fylgja því að vera með viðskipti á netinu, þó svo algengara sé að vefsvæði á borð við PayPal og eBay verði fyrir árásum, "Enda kannski eftir meiru að slægjast þar, Hins vegar lenda allar síður sem eru með lykilorð og notendanöfn í þessu," segir hann, en teldur tilganginn ekki alltaf ljósan, stundum virðist ekki annað ráða för en skemmdarfíkn. "En í þessu tilviki eru menn kannski að fiska eftir kortaupplýsingum og þá náttúrlega til að svindla." Ívar segir að í þessum stærri svindlmálum sem upp hafi komið tengt nafni Eve-Online hafi verið haft upp á hýsingaraðila svindlaranna og lokað fyrir aðgang að vefjum þeirra. "En þetta fylgir því bara að stunda viðskipti af netinu," segir hann. Svipaðir tölvupóstar þar sem reynt er að plata fólk til að gefa upplýsingar hafa meðal annars verið sendir í nafni Microsoft, Amazon.com, Yahoo, margvíslegra bankastofnana og starfsmannafélaga risafyrirtækja. Vírusvarnafyrirtæki hafa nýlega varað við því að tölvuþrjótar beiti í auknum mæli meðulum á borð við þessi á meðan hefðbundnari árásum vírusa fækki.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira